Samfélagsmiðstöð á horni Dalbrautar og Stillholts er stærsta framkvæmdin sem Akraneskaupstaður ætlar að ráðast í á næstu fjórum árum.

Þetta kemur fram í fjárfestinga – og framkvæmdaáætlun kaupstaðarins til næstu fjögurra ára. 

Nánar í frétt Skagafrétta – smelltu hér: 

Gert er ráð fyrir rúmlega 2400 milljónum kr. í þá framkvæmd á árunum 2028 og 2029.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfélagsmiðstöðin er sett á dagskrá – en í bæjarstjórn Akraness samþykkti í desember árið 2021 að ráðast í þessa framkvæmd. Í ágúst í fyrra var boðað að framkvæmdir myndu hefjast í nóvember 2024, en ekkert varð úr því. 

Í nýrri Samfélagsmiðstöð er gert ráð fyrir starfsemi Fjöliðjunnar, HVER og frístundastarf fyrir börn og ungmenni. Húsið gæti einnig nýst sem  símenntunarmiðstöð með frístundatilboðum fyrir almenna borgara.

Nánar í þessum fréttum Skagafrétta. 

Fjöliðjan, HVER, frístundastarf og fleiri aðilar fá nýtt heimili í „Samfélagsmiðstöð“

Gagnrýna seinagang í uppbyggingu nýrrar Samfélagsmiðstöðvar.

Framkvæmdir við nýja Samfélagsmiðstöð hefjast í lok þessa árs.