Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til kaupa á nýjum listaverkum hjá Akraneskaupstað á næstu misserum. Kaupstaðurinn á fjölda útilistaverka og vegglistaverka,  sem eru staðsett víðsvegar um bæinn.

Skóla – og frístundaráð samþykkti á dögunum að kostnaður við reglubundið viðhald á listaverkum í eigum bæjarins yrði sett á fjárhagsáætlun.

Í rökstuðningi ráðsins kom m.a. fram að til þess að tryggja að þessi listaverk njóti viðeigandi verndar og að almenningur hafi aðgang að þeim við góðar aðstæður, er nauðsynlegt að setja fast fjármagn í reglubundið viðhald.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að ráðið telur rétt að til framtíðar litið sé rétt að veita fastri fjárhæð til að mæta viðhaldskostnaði og e.a. til endurnýjunar ljósa o.fl.

Vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða sem stendur fellst bæjarráð þó ekki að erindið og beinir þeim tilmælum til menningar- og safnanefndar að fjárhæð sú sem ætluð er til nýkaupa á yfirstandi ári sem og hinu næsta verði nýtt til viðhalds og/eða endurbóta útilista- og vegglistaverka í eigu Akraneskaupstaðar.