
„Skúrinn“ opnaði með formlegum hætti fimmtudaginn 4. desember í Breið nýsköpunarsetri.
Fjölmargir gestir komu á opnunarhátíðina – eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan.

Þar verður opið fyrir alla karlmenn 18 ára og eldri á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13-16.
Skúrinn er samfélagsverkefni þar sem að karlar á ýmsum aldri vinna saman að ýmsum verkefnum.
Ástralir hófu þessa vegferð en verkefnið hefur slegið í gegn víðs vegar í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun karlamanna.
Karlar í skúrum er eins og áður segir samfélagslegt verkefni og er komin ágæt reynsla á það hjá bæjarfélögum á borð við Hafnarfjörð.
Hörður Sturluson verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir í viðtali á lifdununa.is að markmiðið sé að rjúfa félagslega einangrum hjá karlmönnum og þá sérstaklega hjá ellilífeyrisþegum.
Viðtalið í heild sinni er hér.
„Þeir sem komnir eru á eftirlaun hafa oft mun rýmri tíma en hinir. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar menn fara á eftirlaun þá missa þeir oft tengst við félaga og kunningja og sumir hafa misst maka sinn.
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra,“ segir Hörður og bætir við að verkefnið sé að erlendri fyrirmynd. Það byrjaði í Ástralíu en hefur slegið í gegn víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þannig eru rúmlega 400 skúrar á Írlandi þar sem yfir 10.000 karlar hittast í hverri viku.










