
Karen Anna Orlita, sundkona frá Sundfélagi ÍA, æfði um liðna helgi með Framtíðarhópi Sundsambands Íslands.
Æfingarnar fóru fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Samhliða æfingum voru fyrirlestrar og hópefli.

Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson er þjálfari landsliðsins og Bjarni Guðbjörnsdóttir þjálfari hjá ÍA tók þátt sem þjálfari í þessu verkefni líkt og Skagakonan Ragnheiður Runólfsdóttir sem er í dag þjálfari hjá Óðni á Akureyri.
Fyrirlesarar:
Eyleifur Jóhannesson, landsliðsþjálfari
Eva Hannesdóttir, ferill afreksíþróttakonu
Þorgrímur Þrainsson, þrautseigja
Þjálfarar í verkefninu voru:
Bjarney Guðbjörnsdóttir, ÍA
Guðmundur Halldórsson, Breiðablik
Juan Carlos Aguilar Mendoza, Ármann
María Fanney Kristjánsdóttir, Ægir
Mladen Tepavcevic, SH
Ragnheiður Runólfsdóttir, Óðinn
Sveinbjörn Pálmi Karlsson, ÍRB







