
Bæjarráð hefur samþykkt samning um sölu á fasteigninni Suðurgötu 57 og hefur vísað málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins – en ekki er greint frá því hver kaupandinn er.
Um er að ræða gamla Landsbankahúsið við Akratorg.

Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is hafa þrír aðilar sýnt því áhuga að kaupa gamla Landsbankahúsið við Akratorg.
Akraneskaupstaður auglýsti í febrúar á síðasta ári eftir eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg. Þar var efst á baugi að selja gamla Landsbankahúsið samhliða því að hefja uppbyggingu á svæðum við Suðurgötu 57, 47 og Skólabraut 24.
Á fyrri hluta ársins 2025 barst ekkert tilboð um kaup á húsinu en á síðari hluta ársins 2025 sýndu þrír aðilar áhuga.
Þar á meðal var Hraun 900 Fasteignafélags ehf. en Ívar Freyr Sturluson, Höskuldur Gunnlaugsson og Guðjón Pétur Lýðsson en greint var frá viðræðum þeirra við Akraneskaupstað í lok nóvember s.l. á skagafrettir.is







