
Gamla Landsbankahúsið hefur verið selt fyrir 70 milljónir kr. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Hraun fasteignafélag kaupir húsið af Akraneskaupstað.
Nýir eigendur hafa hug á því að í húsinu, sem er þrjár hæðir, verði hótel og veitingastaður. Þeir ætla að sækja um heimild til að bæta fjórðu hæðinni við.

Þeir sem eru skráðir sem eigendur Hraun 900 Fasteignafélags ehf. eru Ívar Freyr Sturluson, Höskuldur Gunnlaugsson og Guðjón Pétur Lýðsson.
Ívar Freyr, Höskuldur og Guðjón Pétur hafa á undanförnum árum verið í samstarfi með fyrirtækið Skjálausnir en þeir hafa allir komið víða við í nýsköpun og rekstri.
Höskuldur er fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks og Guðjón Pétur á langan feril að baki sem leikmaður í efstu deild í knattspyrnu.
Ívar Freyr á einnig feril í fótboltanum en hann hefur komið að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum á undanförnum árum
Nánar í tilkynningu Akraneskaupstaðar – smelltu hér:







