
Fjölbrautaskóli Vesturlands er komið áfram í 8-liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettur betur.
FVA sigraði Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu 11-8 í 16-liða úrslitum, 11-8.

FVA mun því keppa í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV í næstu umferð.
Alls eru 27 skólar sem taka þátt en MK sat yfir í fyrstu umferð en skólinn er ríkjandi meistari í keppninni.
FVA sigraði lið Fjölbrautaskóla Garðabæjar í 1. umferð í spennandi keppni, 24-16.
Sunna Arnfinnsdóttir, Ísólfur Darri Rúnarsson og Morten Ottesen eru í liði FVA.
Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum hafa tryggt sér sér sæti í átta liða úrslitunum.
Miðvikudaginn 21. janúar kemur í ljós hvaða fjórir skólar til viðbótar tryggja sér sæti í sjónvarpskeppninni.
Þetta eru þeir skólar sem eiga eftir að mætast eru:
Menntaskólinn að Laugarvatni – Menntaskólinn við Sund.
Borgarholtsskóli – Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra.
Verzlunarskóli Íslands – Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.
Menntaskólinn í Reykjavík – Kvennaskólinn í Reykjavík.







