Börn – og unglingar á Akranesi eru í fremstu röð á landsvísu þegar kemur að því að nýta tómstundaframlag Akraneskaupstaðar.

Gera má ráð fyrir að það séu foreldrar barna – og unglinga sem eru vel vakandi þegar kemur að þessum málaflokki.  

Nýtingarhlutfall á tómstundaframlagi er 84% og hefur það aukist um 7% á milli ára. 

Mynd/skagafrettir.is – smelltu hér fyrir myndasafn Skagafrétta. 

Fram kemur í fundargerð skóla – og frístundaráðs að Akranes hafi verið með eitt hæsta hlutfallið á landsvísu þegar kemur að þátttöku barna – og unglinga í skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi.

Gögn sem ráðið vísar í benda til þess að tómstundaframlag fyrir 5 ára börn hafi jákvæð áhrif á þessa þróun og tilkoma World Class hafi einnig áhrif á aukninguna. 

Akraneskaupstaður styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 5-17 ára sem hafa lögheimili á Akranesi.

Upphæðin er 40.200 krónur fyrir eitt barn, 45.200 krónur fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með sama lögheimili og 51.000 krónur fyrir hvert barn þar sem þrjú eða fleiri börn eru skráð með sama lögheimili.

Fimm ára börn fá hálfan styrk og 6-17 ára fullan styrk.