Valdís Þóra á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, er á meðal 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís kemst á topp 10 listann í þessu kjöri sem fer fram í 62. sinn en kjörinu verður lýst í beinni útsendingu á RÚV þann 28. desember. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra er á þessum lista.

Eftirfarandi íþróttamenn eru tilnefndir að þessu sinni og eru þau í stafrófsröð:

Íþróttamaður ársins
Aníta Hinriksdóttir, frjálsar
Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf

Lið ársins
Karlalandslið Íslands í fótbolta
Karlalið Vals í handbolta
Kvennalið Þórs/KA í fótbolta

Þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta

27 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni. Kjörinu verður lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þann 28. desember í Hörpu, í beinni útsendingu á RÚV.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagsmaður úr Íþróttabandalagi Akraness kemst á topp 10 listann. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson endaði í sjötta sæti í þessu kjöri árið 2001 þegar hann keppti undir merkjum Leynis á Akranesi.

Árið 1956 fór kjörið á Íþróttamanni ársins fram. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson varð í 7. sæti í því kjöri og braut þar með ísinn fyrir Skagamenn á þessum lista. Vilhjálmur Einarsson var sá fyrsti sem var kjörinn Íþróttamaður ársins.

Alls hafa 15 íþróttamenn úr röðum ÍA komist á topp 10 listann í þessu kjöri frá upphafi og alls 18 Skagamenn. Þrír þeirra kepptu undir merkjum annarra liða þegar þeir voru á topp 10 listanum. Þrír úr röðum ÍA hafa fjórum sinnum verið á þessum lista, Birgir Leifur Hafþórsson (golf), Ríkharður Jónsson (knattspyrna) og Ragnheiður Runólfsdóttir (sund). Birgir Leifur hefur alls sex sinnum verið á topp 10 listanum en tvívegis hefur hann verið í röðum GKG á þessum lista.

Eftirtaldir Skagamenn hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins.

Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir, golf (4/Leynir)(2/GKG)
Ríkharður Jónsson, ÍA , knattspyrna (4)
Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, sund (4)
Pétur Pétursson, ÍA , knattspyrna (3)
Helgi Daníelsson, ÍA, knattspyrna (2)
Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, knattspyrna (2)
Guðjón Guðmundsson, ÍA, sund (2)
Ingi Þór Jónsson, ÍA, sund (2)
Sigurður Jónsson, ÍA, knattspyrna (2)
Þórður Guðjónsson, Genk, knattspyrna (2)
Jón Alfreðsson, ÍA, knattspyrna (1)
Karl Þórðarson, ÍA , knattspyrna (1)
Sigurður Lárusson, ÍA, knattspyrna (1)
Arnar Gunnlaugsson, Nurnberg/ÍA/Sochaux, knattspyrna (1)
Ólafur Þórðarson, ÍA, knattspyrna (1)
Árni Gautur Arason, Rosenborg, knattspyrna (1)
Matthías Hallgrímsson, Valur, knattspyrna (1)
Valdís Þóra Jónsdóttir, Leynir, golf (1)

Skagamenn hafa tvívegis verið kjörnir Íþróttamenn ársins. Sundmaðurinn Guðjón Guðmundsson var sá fyrsti árið 1972 og sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins árið 1991.

1956
7. Ríkharður Jónsson, ÍA (1), knattspyrna (1).

1957
10. Ríkharður Jónsson, ÍA (2) , knattspyrna (2).

1959
5. Helgi Daníelsson, ÍA (1) knattspyrna (3)
7. Ríkharður Jónsson, ÍA (3), knattspyrna (4)

1962
4. Ríkharður Jónsson, ÍA (4), knattspyrna (5)
10. Helgi Daníelsson, ÍA (2), knattspyrna (6)

1964
9. Eyleifur Hafsteinsson, ÍA (1), knattspyrna (7)

1965
6. Eyleifur Hafsteinsson, ÍA (2), knattspyrna (8)

1971
7. Guðjón Guðmundsson, ÍA (1), Sund (1)

1972
1. Guðjón Guðmundsson, ÍA (2), sund (2)

1975
10. Jón Alfreðsson, ÍA (1), knattspyrna (9)

1978
6. Pétur Pétursson, ÍA (1), knattspyrna (10)
7. Karl Þórðarson, ÍA (1) , knattspyrna (11)

1979
3. Pétur Pétursson, Feyenoord (2), knattspyrna (12)

1980
6. Ingi Þór Jónsson, ÍA (1), sund (3)
9. Pétur Pétursson, Feyenoord (3), knattspyrna (13)
10. Matthías Hallgrímsson, Valur (1), knattspyrna (14)

1982
9. Ingi Þór Jónsson, ÍA (2), sund (4)

1983
5. Sigurður Lárusson, ÍA (1), knattspyrna (15)

1986
8. Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA (1), sund (5)

1989
5. Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA (2), sund (6)

1990
9. Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA (3), sund (7)

1991
1. Ragnheiður Runólfsdóttir , ÍA (4), sund (8)

1993
3. Sigurður Jónsson, ÍA (1), knattspyrna (16)

1995
3. Sigurður Jónsson, ÍA (2), knattspyrna (17)
7. Arnar Gunnlaugsson, Nurnberg/ÍA/Sochaux (1), knattspyrna (18)

1996
5. Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir (1), golf (1)
9. Ólafur Þórðarson, ÍA (1), knattspyrna (19)

1997
6. Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir (2), golf (2)

1998
6. Þórður Guðjónsson , Genk (1), knattspyrna (20)

1999
10. Þórður Guðjónsson, Genk (2), knattspyrna (21)

2000
5. Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir (3), golf (3)

2001
6. Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir (4), golf (4)
8. Árni Gautur Arason, Rosenborg (1), knattspyrna (22)

2004
6. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (5), golf (5)

2006
4. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (6), golf (6)

2017

Valdís Þóra Jónsdóttir, Leynir (1), golf (7)