Í dag fer fram áhugaverður leikur hjá 2. fl. karla í knattspyrnu.
Flokkurinn er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í dag kl. 18. mætir ÍA liði Stjörnunnar á Norðurálsvelli.
ÍA, KR og Breiðablik eru í baráttu um efsta sætið og hvert stig er því mikilvægt. Það eru 13 ár síðan ÍA fagnaði Íslandsmeistarartitlinum í 2. fl. karla.
KR er í efsta sæti með 36 stig eftir 16 umferðir, Breiðablik er með 35 stig eftir 15 umferðir og ÍA er með 33 stig í þriðja sætinu eftir 15 umferðir. ÍA og Breiðablik mætast í næst síðustu umferðinni.