Styttist í að tillögur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum verði opinberaðar



Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum kynnti á dögunum tillögur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum.

Tillögurnar voru kynntar á lokuðum fundi bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs sem fram fór í Tónbergi.

Tillögurnar verða kynntar almenningi mjög fljótlega samkvæmt heimildum Skagafrétta.

Fyrirséð er að framvinda fyrirhugaðrar uppbyggingar á Jaðarsbökkum mun ráðast af fjárhagslegri getu sveitarfélagsins og forgangsröðun verkefna.

Hér má sjá frétt um kynningu á verkefninu frá árinu 2017.


Auglýsing



Auglýsing