Annað mót tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum á Hellu um s.l. helgi.
Alls tóku sex keppendur frá Leyni þátt þar af ein stúlka.
Björn Viktor Viktorsson sem er lengst til vinstri á myndinni varð þriðji í flokki 15-16 ára pilta. Björn lék á 71-74 höggum og var samtals á +5. Sigurvegarinn Breki Gunnarsson Arndal (GKG) var á +3 samtals og hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Böðvari Braga Pálssyni (GR).
Keppt var í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur hjá stúlkum. Tæplega 130 keppendur tóku þátt og komu þeir frá alls 11 golfklúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir voru úr GKG eða alls 32, GR var með 23 keppendur, GK 20 og GM 18.
Klúbbur | Fjöldi keppenda |
Golfkl. Kópavogs og Garðabæjar | 32 |
Golfklúbbur Reykjavíkur | 23 |
Keilir Hafnarfjörður | 20 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 18 |
Golfklúbbur Selfoss | 8 |
Golfklúbbur Akureyrar | 7 |
Golfklúbburinn Leynir | 6 |
Nesklúbburinn | 4 |
Golfklúbbur Suðurnesja | 4 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | 3 |
Golfklúbbur Ísafjarðar | 1 |