Skerpt verður á undirbúningi fyrir Írska daga 2020 – tryggja þarf öryggi gesta


Skerpt verður á undirbúningi fyrir bæjarhátíðina Írska daga á Akranesi á næstar ári. Og þá sérstaklega því sem snýr að Lopapeysuballinu. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness.

Ísólfur Haraldsson, sem hefur séð um að skipuleggja viðburðinn Lopapeysuna mætti á fundinn þar sem að farið var yfir framkvæmd Írskra daga.

Niðurstaða fundarins var að skerpa þurfi á undirbúningi fyrir næstu bæjarhátíð. Þannig að öryggi gesta verði tryggt þegar svo mikill fjöldi kemur saman til skemmtanahalds.

Fram kemur í fundargerðinni að bæjarráð þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja og taka þátt í að gera upplifun íbúa og gesta á Írskum dögum á Akranesi eins vel heppnaða og raun bar.