Huginn og Aldís sigruðu í Álmanninum – Hrikalegir efstir í liðakeppninni


Huginn Hilmarsson og Aldís Birna Róbertsdóttir sigruðu í einstaklingskeppinni í Álmanninum sem fram fór í gær á Akranesi. Í liðakeppni sigraði lið sem kallaði sig Hrikalegir en lið Skagafrétta varð í öðru sæti.

Í einstaklingskeppninni fóru hjóluðu keppendur frá Akraneshöllinni í gegnum golfvallarsvæðið og upp að Akrafjalli, þaðan var hlaupið upp á toppinn á Háahnúk og niður aftur, hjólað sömu leið til baka að Langasandi við Guðlaugu þar sem syntir voru 400 metrar í sjónum.

Aldís var rétt rúmlega eina klukkustund og 22 mínútur að fara þessa vegalengd. Mikil barátta var um annað sætið þar sem að Steinunn stakk sér framfyrir Silvíu við endamarkið.

Konur, einstaklingskeppni:

  1. Aldís Birna Róbertsdóttir 1:21.53 sek.
  2. Steinunn Leifsdóttir 1:28,05 sek
  3. Silvía Llorens 1:28,05 sek.
Hér stingur Steinunn sér framfyrir Silvíu við endamarkið.

Karlar, einstaklingskeppni:

  1. Huginn Hilmarsson 1:13,02 sek.
  2. Ingvar Svavarsson 1:16,50 sek.
  3. Ásbjörn Egilsson 1:18,07 sek.

Í liðakeppni voru þrír keppendur saman í liði, einn þeirra tók hjólasprettinn fram og til baka, einn hljóp upp fjallið og sá þriðji synti sjósundið.

Liðakeppni

  1. Hrikalegir 1:18,06 sek.
  2. Skagafréttir 1:31,19 sek.
  3. Gamla liðið 1:31,31 sek.
Hrikalegir.
Lið Skagafrétta: Harpa, Helga Ingibjörg og Elísa Svala.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/07/25/almadurinn-2019-myndasyrpa-fra-skagafrettum/