Arnór Sigurðsson verður ekki með íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu í næstu tveimur leikjum liðsins hér á Íslandi.
Skagamaðurinn hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ekki leikið með CSKA Moskvu í Rússlandi frá því í ágúst.
Arnór hefur æft með íslenska landsliðinu að undanförnu í þeirri von að meiðslin væru úr sögunni. Svo reyndist ekki vera og verður Arnór því ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu.
Ísland mætir Moldóvu heima á laugardag og Albaníu úti á þriðjudag en leikirnir eru báðir í undankeppni EM.
Markverðir
Hannes Halldórsson (Valur)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)
Varnarmenn
Kári Árnason (Víkingur R.)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Ari Freyr Skúlason (Oostende)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Daníel Leó Grétarsson (Álasund)
Miðjumenn
Rúnar Már Sigurjónsson (Astana)
Birkir Bjarnason (Án félags)
Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt)
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
Emil Hallfreðsson (Án félags)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Framherjar
Jón Daði Böðvarsson (Millwall)
Viðar Örn Kjartansson (Rubin Kazan)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (AIK)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)