Þór Llorens fékk viðurkenningu á lokahófi Selfoss


Þór Llorens Þórðarson fékk viðurkenningu á lokahófi Knattspyrnudeildar Selfoss sem fram fór í gærkvöld.

Skagamaðurinn hefur leikið vel í sumar með liði Selfoss í 2. deildinni undir stjórn Skagamannsins Dean Martin sem er þjálfari liðsins.

Þór, sem er fæddur árið 2000, er samningsbundinn ÍA en var á lánssamning hjá Selfoss í sumar.

Liðið endaði í þriðja sæti og var einu stigi frá því að komast upp í Inkasso-deildina.

Þór var í byrjunarliðinu öllum leikjum Selfoss í sumar að undanskildum einum þar sem hann tók út leikbann. Hann skoraði alls 5 mörk í 21 leik.

Á lokahófi Selfoss fékk Þór framfaraverðlaun félagsins.

Sjá nánar á sunnlenska.is