Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Íslands í dag þegar liðið lék gegn Króatíu í undankeppni U17 ára liða í knattspyrnu karla.
Leikurinn fór fram í Skotlandi þar sem að keppnin fer fram.
Þetta var fyrsti leikur Íslands í riðlinum og endaði leikurinn með 3-2 sigri Króatíu. Orri Steinn Óskarsson og Danijel Dejan Djuric skoruðu mörk Íslands..
Ísland mætir næst Skotlandi á föstudaginn og verður sá leikur í beinni útsendingu á netinu, en hann hefst kl. 17:00.
Hákon Arnar er fæddur árið 2003. Hann lék með yngri flokkum ÍA og kom aðeins við sögu með mfl. ÍA á undirbúningstímabili liðsins í vetur.
Hann samdi við danska stórliðið FCK í Kaupmannahöfn s.l. vor þar sem hann leikur nú sem atvinnumaður.