Í Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa nemendur látið ljós sitt skína á Morgunstundum sem haldnar eru með reglulegu millibili.
Á þessum Morgunstundum koma nemendur og starfsfólk Brekkubæjarskóla saman í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Mikið er lagt í verkefnið og margar hendur sem koma að þeim undirbúningi.
Dagskráin á Morgunstundinni er fjölbreytt og hæfileikar nemenda fá að njóta sín með ýmsum hætti.
Hér má sjá myndband frá Haustmorgunstundinni sem fram fór í fyrstu viku októbermánaðar.