„Þá og nú“ – Lög eftir Óðin í aðalhlutverki hjá Danshljómsveit Friðjóns


Það stendur mikið til í Frístundamiðstöðinni við golfvöll Skagamanna á fimmtudagskvöld.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar verður með opið hús þar sem að 37 laga tvöfaldur diskur með lögum Skagamannsins Óðins G. Þórarinssonar verður kynntur. Diskurinn hefur fengið nafnið „Þá og nú.“

Mörg af lögum Óðins hafa náð miklum vinsældum og má þar nefna „Nú liggur vel á mér“, „Heillandi vor“, „Síðasti dansinn“ og „Blíðasti blær“.

Undanfarið hefur Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar unnið að söfnun á útgefnu efni eftir Óðin auk þess að taka upp fjölda áður óútgefinna laga.

Kynningin fer fram eins og áður segir í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og hefst kl. 20.00.

Leikin verða vel valin eftir Óðin og spjallað um útgáfuna.

Aðgangur er ókeypis.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/25/odinn-sendir-godar-kvedjur-og-thakklaeti-fyrir-vid-tonanna-klid/