Myndasyrpa og myndband frá Jólamorgunstund Brekkubæjarskóla


Að breyta tónleikahúsi í íþróttahúsi getur verið áskorun en nemendur og Brekkubæjarskóla á Akranesi fer nú létt með að gera slíkt á skömmum tíma eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Þar eru öll handtökin sýnd þegar Jólamorgunstund Brekkubæjarskóla var í undirbúningi.

Jólamorgunstundin tókst líka vel eins og sjá má á myndunum sem Brekkubæjarskóli tók í morgun þegar skemmtunin fór fram.

Morgunstundir Brekkubæjarskóla hafa vakið mikla athygli á undanförnum misserum og árum.

Þar fá nemendur tækifæri til að sýna hvað í þeim býr með fjölbreyttum hætti.