Sigríður Indriðadóttir frá Akranesi er framkvæmdastjóri mannauðs hjá Íslandspósti.
Skagakonan er í skemmtilegu viðtali í Fréttablaðinu þar sem hún dregur fram áhugaverða punkta varðandi meðvirkni á vinnustöðum.
Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Íslandspósti segir meðvirkni grassera á mörgum vinnustöðum.
Meðvirkni hefur verulega neikvæð áhrif á rekstur og líðan starfsfólks. Fæstir gera sér grein fyrir meðvirkni. Sérstök áhersla er lögð á að uppræta meðvirkni hjá Íslandspósti.
Sigríður segist hafa velt meðvirkni á vinnustöðum fyrir sér frá því að hún fór fyrst út á vinnumarkaðinn. Þá tók hún eftir því hvernig meðvirkni hefur neikvæð áhrif á líðan starfsfólks og við störf sín sem mannauðsstjóri hefur hún undanfarin ár unnið markvisst að því að uppræta rótgróna meðvirkni á vinnustöðum.
Viðtalið er í heild sinni hér.