Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var settur á laggirnar sem framhaldsskóli þann 12. september árið 1977.
Stofnun Fjölbrautaskólans á Akranesi markaði tímamót í skólamálum á Vesturlandi. Hinn nýi skóli tók við húsnæði og hlutverki Gagnfræðaskólans og Iðnskólans á Akranesi.
Fyrsta vetur Fjölbrautaskólans á Akranesi voru þar um 180 nemendur í framhaldsnámi og jafnframt því annaðist skólinn kennslu í 7., 8. og 9. bekkjum grunnskóla.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður formlega 6. febrúar 1987 og settur í fyrsta sinn þann sama dag. Þá tók gildi samningur 32 sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur sameiginlegs framhaldsskóla í samvinnu við menntamálaráðuneytið.
Hér má sjá myndir sem nýverið voru birtar á vef Ljósmyndasafns Akraness.
Þekkir þú fólkið á myndunum?