Brynhildur Traustadóttir, sundmaður ársins 2019


Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

Sundmaður ársins: Brynhildur Traustadóttir

Brynhildur Traustadóttir er fædd árið 2001. Brynhildur sýndi á árinu að hún er ein fremsta skriðsundskona landsins. Brynhildur var í landsliðshópi Íslands á Norðurlandameistaramótinu í Færeyjum þar sem hún varð fjórða í 800m skriðsundi og sjöunda í 200m og 400m skriðsundi.

Brynhildur náði þriðja sæti í 1500m skriðsundi á Prag International Meet i Tékklandi þar sem hún keppti með landsliði Íslands. Innanlands bar hæst fjögur silfur á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug og þrjú brons á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug.

Brynhildur átti hraðasta sundið á Bikarmeistaramótinu í 400m og 800m skriðsundi ásamt því að bæta Akranesmet í 1500m skriðsundi í fullorðinsflokki í 50m laug. Sundfélag Akraness er stolt af því að hafa Brynhildi innan sinna vébanda þar sem hún er mikil fyrirmynd og frábær félagi.

Helstu afrek Brynhildar á Íslandi á árinu:

  • Fjögur silfurverðlaun á IM25 í 200, 400, 800 og 1500m skriðsundi.
  • Þrenn bronsverðlaun á IM50 í 200, 400 og 1500m skriðsundi.
  • Akranesmeistari í fullorðinsflokki.
  • Sundmaður Akraness 2019 með flest FINA stig.
  • Akranesmet i 1500m skriðsundi i 50m laug i fullorðinsflokki.
  • Hraðasta sund í 400m skriðsundi og 800m skriðsundi á Bikarmeistaramótinu i september.

Helstu afrek Brynhildar erlendis á árinu:

4. sæti í 800m skriðsundi á Norðurlandameistaramótinu í Þórshöfn í Færeyjum í desember.
7. sæti í 200m og 400m skriðsundi á Norðurlandameistaramótinu í Þórshöfn í Færeyjum í desember.
3. sæti í 1500m skriðsundi á Prag International Meet i Tékklandi.

Hvernig stendur Brynhildur á landsvísu?

  • Brynhildur er ein af bestu sundmönnum á Íslandi i 200, 400, 800 og 1500m skriðsundi. Og meðal þeirra bestu i 50 og 100m skriðsundi ásamt 50m flugsundi.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/hver-verdur-ithrottamadur-akraness-2019-thu-getur-tekid-thatt-og-kosid/