Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, trúlofaði sig á Akranesi á Aðfangadag. Rafał Orpel er unnusti Þórhildar.
Frettabladid.is greindi fyrst frá – sjá hér.
„Ástin mín eina fór á skeljarnar við ströndina og ég sagði já, að eilífu já!“ segir Þórhildur og sendir öllum jólakveðjur. „Gleðileg jól kæru vinir!,“ skrifar Þórhildur Sunna á fésbókarsíðu sína.
Móðir Þórhildar, Sigrún Guðmundsdóttir, ólst upp hér á Akranesi. Sigrún er fædd árið 1964 en hún er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Faðir Sigrúnar og afi Þórhildar er dr. Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknimála Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Amma Þórhildar var Hildrut Hildur Guðmundsdótti, sem starfaði lengi sem kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hildrut Hildur lést í lok ágúst árið 2018.
Faðir Þórhildar er Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur og fréttamaður á RÚV. Ævar Örn er fæddur árið 1963 og hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á sínum tíma.