Golfklúbburinn Leynir hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra


Golfklúbburinn Leynir hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra.

Alls sóttu ellefu um stöðuna sem auglýst var laus til umsóknar í nóvember.

Rakel Óskarsdóttir tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Guðmundi Sigvaldasyni.

Rakel Óskarsdóttir er 43 ára gift Búa Örlygssyni og eiga þau tvö börn.

Hún er útskrifaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og MS í Markaðs- og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Hún hefur m.a. starfað sem markaðs- og atvinnufulltrúi Akraneskaupstaðar í nokkur ár. Rakel hefur einnig starfað við verslunarekstur ásamt tengdaforeldrum sínum í Verslunni Bjargi.

Rakel Óskarsdóttir.

Rakel hefur verið virk í bæjarmálunum á undanförnum árum. Hún er m.a. bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og skipaði efsta sæti listans í síðustu bæjarstjórnarkosningum.