Elsa er afar ánægð með vinnuflokkinn sem sér um kirkjugarð Akraness


Elsa Halldórsdóttir, íbúi á Akranesi, er heldur betur ánægð með ungmennin sem sjá um umhirðu í kirkjugarðinum á Akranesi. Þetta kemur fram í færslu Elsu á fésbókinni. Elsa segir að vinnuflokkurinn sem sér um umhirðu garðsins sé í hæsta gæðaflokki líkt og fyrir ári síðan.

„Við eigum frábært ungt fólk og fyrir það ber okkur að þakka.Við erum oft dugleg að gagnrýna það sem miður fer en ekki jafn dugleg að hrósa því sem vel er gert,“ segir Elsa m.a. í pistlinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan


„Hrósið frá mér fá ungmennin sem sjá um umhirðu í Kirkjugarðinum þvílíkar fyrirmyndir. Hrósaði þeim fyrir ári og ekki er Garðurinn síðri í ár. Skipulagið hjá þeim þvílík snilld fylgdist með þeim dágóða stund allt tekið af leiðunum slegið skolað og síðan allt sett á sinn stað virðingin fyrir hinum látnu algjör fyrirmynd. Og ekki ætla ég að gleyma yfirmanni þeirra Jóni Guðmundssyni Garðyrkjumeistara án hans væri þetta ekki hægt hann ber virðingu fyrir þeim og þar af leiðandi þau fyrir honum þannig virkar þetta. Við eigum frábært ungt fólk og fyrir það ber okkur að þakka.Við erum oft dugleg að gagnrýna það sem miður fer en ekki jafn dugleg að hrósa því sem vel er gert.
Takk Jón og takk flottu ungmenni