Í dag er stór dagur í Akraneskirkju þar sem að þrír prestar verða settir inn í embætti.
Akraneskirkja fagnar einnig afmæli í dag en kirkjan var vígð þann 23. ágúst árið 1896 og kirkjan er því 124 ára.
Prófastur Vesturlands, Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, mun halda utan um athöfnina. Það er sérstakt að prestar í sameinuðu prestakalli séu settir inn í embættið á sama tíma.
Þráinn Haraldsson, Jónína Ólafsdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir.
Þessi hátíðarathöfn hefur beðið vegna Covid-19. Fjöldatakmarkanir verða í Akraneskirkju en einnig verður hægt að sitja í Vinaminni.
Athöfninni verður einnig streymt á heimasíðu Akraneskirkju,