Einmana við eldhúsborðið? – Komin með nóg af umferðateppum á leið til vinnu?





„Við vitum að það eru margir einmana á vinnustöðinni við eldhúsborðið og það eru einnig margir komnir með nóg af umferðateppum á leið til vinnu,“ segir Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri við Skagafréttir.

Þróunarfélagið Breið sem Valdís stýrir býður  upp á samvinnurými og skrifstofur í glæsilegu húsnæði félagsins við Bárugötu 8-10 á Akranesi.

„Við viljum fá sem flesta til að búa til kraumandi vinnuumhverfi og taka þátt í að á Breið myndist á ný iðandi mannlíf. Hér höfum við byggt upp glæsilega aðstöðu sem frumkvöðlar, einyrkjar eða fólk sem starfar utan Akraness geta nýtt sér,“ bætir Valdís við.  

Þróunarfélagið Breið var stofnað í byrjun júlí á þessu ári. Akraneskaupstaður og Brim höfðu forgöngu um stofnun félagsins en í dag eru 17 fyrirtæki og stofnanir sem standa að þessu verkefni sem er með nýsköpun og atvinnuuppbyggingu að leiðarljósi.

Valdís segir ennfremur að markmið félagsins sé að skapa fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem hafa gengið í gegnum miklar breytingar á innviðum atvinnulífsins. 

Fyrir áhugasama er einfaldast að hafa samband með tölvupósti á [email protected] eða á heimasíðunni www.breid.is

Valdís Fjölnisdóttir.

„Það eru víða gamlar verksmiðjur og vinnslur sem hafa lokið sínu fyrra hlutverki.

Við viljum vera fordæmi um að það sé hægt að búa til nýtt líf í þeim og gera eitthvað nýtt. Tækifærið er til staðar hér á Akranesi.

Ég er sannfærð um að margir á Akranesi sjá tækifæri í því að nýta samvinnurýmið og skrifstofurnar sem eru hér til staðar á Breiðinni hjá okkur,“ segir Valdís Fjölnisdóttir.

Fyrir áhugasama er einfaldast að hafa samband með tölvupósti á [email protected] eða á heimasíðunni www.breid.is