Nýjustu Covid-19 tölurnar – 36 ný smit greindust í gær



Alls greindust 36 einstaklingar í gær með Covid-19 smit og 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu.

Á Vesturlandi greindust tvö ný smit og eru alls 27 einstaklingar í einangrun í landshlutanum. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu.

Alls eru 582 einstaklingar í einangrun á öllu landinu en í gær voru þeir 551.