Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri Teigasels skrifar um svefn og hvíld barna og veltir fyrir sér spurningunni hvort það sé mikilvægt að börn sofi í leikskólanum í hvíldartíma?
Svarið er já það er mikilvægt að barnið sofi/hvílist í leikskólanum. Svefn er mikilvægur fyrir barn sem er að þroskast. Lítil börn taka mikinn þroskakipp á stuttum tíma og þau verða fyrir miklu áreiti í daglegu starfi í leikskólanum. Því er mikilvægt að leikskólabörn séu vel hvíld til þess að þau nái að þroskast, dafna og að líðan þeirra sé góð.
Í leikskólanum Teigaseli eru 74 börn og skiptast þau niður á þrjár deildar. Árgangar 2019 og 2018 eru á Teigakoti. Árgangar 2016 og 2017 eru á Miðteig og á Háteig eru árgangar 2015 og 2016.
Leikskólabörn í dag eru að meðaltali 8 tíma í vistun sem er langur vinnudagur fyrir lítil börn. Samkvæmt landlæknisembættinu er svefnþörf barna á sólarhring þessi:
Börn 1-3 ára: 12 til 14 klukkustundir.
Börn 3- 6 ára: 10 – 12 klukkustundir.
Þegar börn hafa náð 1 árs aldri nægir þeim flestum að taka einn góðan lúr yfir daginn. Fái börnin ekki sinn lúr yfir daginn geta þau orðið mjög þreytt og pirruð í lok dags. Það gæti stuðlað að því um kvöldmatartíma að börnin verði svo yfirkeyrð af þreytu að þau nái sér ekki niður á kvöldin. Mjög mikilvægt er fyrir börn að hafa rútínu með svefninn.
Foreldrar vanmeta oft á tíðum svefnþörf barna sinn og vilja ekki að börn sín sofi í leikskólanum.
Í ljósi þess hve svefn er mikilvægur börnum þá ákváðum við að breyta svefntíma í leikskólanum þetta skólaárið 2020-2021. Öll börn í leikskólanum myndu sofa eða taka slökun eftir matinn. Börnin á Miðteig og Háteig fara í slökun og leggjast með sitt teppi á dýnu og hlusta á rólega tónlist eða sögur frá Hugarfrelsi.
Öll börn á Teigakoti fara að sofa. Börnin koma með teppi, kodda og tuskudýr að heiman. Það er þeirra öryggi að hafa lyktina að heiman. Öll börn eru komin á sinn svefnstað um kl. 11.45 og eru sofnuð um kl. 12.00.
Foreldrar velja hvaða tíma þau vilja að börn sín séu vakin út frá þeirra svefnvenjum.
Sjá hér að neðan tímasetningar sem eru í boði:
Hópur er vakinn kl.13:00
Hópur er vakinn kl.13.30
Hópur er vakinn kl.14.00
Hópurinn fær að sofa til kl 14.20
Heimildir:
https://hugarfrelsi.is/?gclid=EAIaIQobChMI3eeqyd2f7AIVhbHtCh0gEwXEEAAYASAAEgIJtPD_BwE
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39690/Svefntafla_loka_EL.pdf
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39931/Svefn_r%C3%A1leggingar_23_3_2020uppf.pdf