Alls eru 18 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og alls eru 60 í sóttkví á Vesturlandi. Á Akranesi eru 16 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og 38 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Á landinu öllu greindust 33 ný innanlandssmit í gær sem er töluverð fækkun frá því sem var á þriðjudaginn. Tekin voru 1.009 sýni innalands.
Á landinu öllu eru 1.159 í einangrun með COVID-19, 2.542 einstaklingar eru í sóttkví og 1.485 í skimunarsóttkví.
Hér fyrir neðan má sjá tölur frá Lögreglunni á Vesturlandi varðandi stöðuna í landshlutanum undanfarna tvo daga.