Alls greindust 24 Covid-19 smit á landinu í gær og þar af voru 7 ekki í sóttkví. Mun færri sýni voru tekin í gær en undanfarna daga.
Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 202,3.
Á Vesturlandi eru 26 í einangrun vegna Covid-19 og lækkar sú tala um einn einstakling á milli daga.
Hinsvegar er töluverð fjölgun þegar kemur að einstaklingum í sóttkví á Vesturlandi.
Alls eru 156 í sóttkví á Vesturlandi og 31 einstaklingar á Vesturlandi fóru í sóttkví í gær.
Á Akranesi eru 140 í sóttkví og 22 í einangrun vegna Covid-19. Á laugardaginn voru 109 í sóttkví á Akranesi en á föstudaginn voru 59 í sóttkví á Akranesi.