Alls greindust 25 ný Covid-19 smit í gær og aðeins fimm af þeim voru ekki í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.
Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú komið niður í 164,2.
Tæplega þúsund einstaklingar eru í sóttkví á Íslandi.
Á Vesturlandi greindist eitt nýtt Covid-19 smit í gær en alls eru 24 í einangrun í landshlutanum og 77 eru í sóttkví. Á föstudag voru 23 í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 og 80 í einangrun.