Guðmundur R. Gíslason tónlistarmaður frá Neskaupstað leggur ýmislegt á sig til þess að aðstoða sóttvarnaryfirvöld í baráttunni gegn Covid-19 smitum.
Guðmundur, gerði garðinn frægan með æskusveit sinni Súellen á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en hefur á síðustu árum gefið út ýmis lög. Hann fékk nýverið með sér í lið góðan hóp tónlistarmanna sem tók upp lag eftir Guðmund og myndband sem er ætlað til létta Íslendingum lífið á þeim flóknu tímum sem nú ganga yfir.
Guðjón Birgir Jóhannsson sá um myndatökur í Neskaupstað og eftirvinnslu.
Söngur: Guðmundur R. Gíslason syngur lagið og leikur á gítar, Jón Ólafsson leikur á hljómborð og var einnig í upptökustjórn, Guðni Finnsson leikur á bassa, Bjarni Halldór Kristjánsson leikur á Gítar, á trommunum er Magnús Örn Magnússon. Bassi Ólafsson sá um hljóðblanda og hljóðjafna myndbandið.