Bjarni Ólafsson AK kom í gær til hafnar í Neskaupstað í gærkvöld með fullfermi af kolmunna eða um 1.870 tonn.
Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Síldarvinnslunnar.
Skagamaðurinn Runólf Runólfsson skipstjóri Bjarna Ólafssonar segir að aflinn hafi verið stór og fallegur kolmunni.
„Við vorum að veiðum á gráa svæðinu suður af Færeyjum alveg við skosku línuna. Þarna var svolítið lóð á köflum, en það var ekki að gefa mjög mikið. Það þurfti semsagt að draga lengi eða frá 6 tímum og upp í 24. Aflinn fékkst í sex holum og það voru frá 200 tonnum og upp í 350 tonn í holi. Þetta er stór og fallegur kolmunni sem þarna fékkst, eðlilegur göngufiskur. Vandamálið í síðasta túr var það að skipin fengu einungis smáfisk þó víða væri farið, en nú var allt annað upp á teningnum. Veðrið var misjafnt í túrnum. Við vorum sex daga að veiðum og fengum þrjá góða daga, en svo brældi inn á milli,“ segir Runólfur.