Alls greindust fjórir einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru þeir allir sóttkví.
Þetta er annar dagurinn í röð þar sem allir sem greinast með Covid-19 eru í sóttkví.
Nýgengi innanlandssmita fer lækkandi en það er nú 35,5 en var 37,4 í gær.
Á Vesturlandi er staðan sú sama og undanfarna daga.
Þrír einstaklingar eru í sóttkví og fimm eru í einangrun vegna Covid-19 smits.
Á Akranesi eru 3 í einangrun vegna Covid-19 og 1 er í sóttkví.