Þrír leikmenn úr röðum yngri flokka ÍA voru á dögunum valdir í æfingahópa í yngri landsliðum Íslands í körfubolta.
Yngri flokka starf ÍA hefur á undanförnum árum vaxið mikið og margir efnilegir leikmenn æfa nú körfubolta á Akranesi.
Frá vinstri: Styrmir, Þórður Freyr og Aron Elvar.
Styrmir Jónasson og Þórður Freyr Jónsson voru valdir í 25 manna æfingahóp fyrir U16 drengja.
Aron Elvar Dagson var valinn í æfingahóp U18 drengja.
Staðan á Íslandi er með þeim hætti að engar æfingar verða hjá yngri landsliðunum um jólahátíðina – líkt og venjan hefur verið á undanförnum árum.
Landsliðshóparnir munu æfa við fyrsta tækifæri á nýju ári.