Fjölmargir nýttu góða veðrið sem var á Akranesi í gær til útiveru.
Við Garðalund var mikið fjör þar sem að börn og fullorðnir renndu sér á sleðum, snjóþotum og allskonar útbúnaði niður hól sem hefur glatt marga í gegnum tíðina.
Þessi ágæti manngerði hóll, sem er í daglegu tali kallaður „Stóri hóll“ er einn af fáum stöðum á Akranesi þar sem hægt er að renna sér niður brekku. Hvort „sá stóri“ standi undir nafni er svo önnur saga.
Skagafréttir litu við rétt eftir hádegi í gær og smellti af þessum myndum sem lýsa ágætlega stemningunni.