Guðlaug við Langasand er tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022. Þessi verðlaun eru veitt fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr.
Mies van der Rohe var einn af helstu frumkvöðlum nútíma arkitektúrs og eru verðlaunin sem bera nafn hans eru veitt fyrir arkitektúr sem sýnir fram á einstakt félagslegt, menningarlegt og tæknilegt samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Það var arkitektastofan Basalt sem hannaði Guðlaugu í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit árið 2017 og opnaði Guðlaug í desember árið 2018.
Á árinu 2021 fer fram hugmyndasamkeppni um stór-langasandssvæðið.
Íbúar á Akranesi geta tekið þátt í viðhorfskönnun vegna framtíðarsýnar svæðisins. Niðurstöðurnar verða fylgigagn við auglýsingu um samkeppnina.
Viðhorfskönnunin var opnuð í byrjun desember og verður opin út janúar. Íbúar eru hvattir til þátttöku með því að smella hér.