Skagamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson úr Hestamannafélaginu Dreyra náði frábærum árangri á fjórða móti tímabilsins í meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. Mótið fór fram í gærkvöld í Ingólfshvoli í Ölfusi.
Keppnisgreinin, gæðingafimi, er mjög krefjandi keppnisgrein í hestaíþróttum. Jakob Svavar keppti á hestinum Hálfmána frá Steinsholti og var einkunn þeirra 8,60. Eyrún Ýr Pálsdóttir á hestinum Hrannari frá Flugumýri II fengu 8,18 í einkunn sem skilað öðru sætinu. Í þriðja sæti endaði Olil Amble á hestinum Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum með 8,13 í einkunn.