Um síðustu helgi fóru fram tveir Samfés viðburðir sem einkenndust af miklum sköpunarkrafti og danshæfileikum ungs fólks á aldrinum 10-18 ára af öllu landinu. Keppt var í Danskeppni Samfés og Stíl – Hönnunarkeppni unga fólksins.
Arina Pecorina og Kristrún Lilja Ragnarsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi sigruðu í keppni um flottasta hárið í Stíl-Hönnunarkeppninni en Líf Ramundt Kristinsdóttir var módelið frá Arnardal. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Samfés.
Danskeppni Samfés fór fram föstudaginn 19. mars í Gamla bíó. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk á landsvísu til þess að æfa dans, koma fram á viðburðinum og sýna sinn eigin dansstíl. Keppt var í einstaklings- og hópakeppni í aldursskiptum flokkum.
Daginn eftir komu svo saman ungmenni af öllu landinu í Íþróttahúsinu Digranesi til að taka þátt í Stíl - Hönnunarkeppni unga fólksins sem fyrst var haldin árið 2001. Þemað, sem valið er af Ungmennaráði Samfés var í ár „Sirkus”. Á þessum árlega viðburði keppa félagsmiðstöðvar frá landinu öllu um bestan árangur í hárgreiðslu, förðun, gerð hönnunarmöppu og fatahönnun.
Markmið Stíls er að veita ungmennum vettvang til að efla sköpunar- og hönnunarhæfileika, hitta jafnaldra sína og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu hópsins. Margir grunnskólar landins bjóða upp á Stíls valáfanga fyrir nemendur sína þar sem þeim býðst að vinna saman að hönnun sinni á skólatíma í samstarfi við félagsmiðstöð í heimabyggð.
Með viðburðinum er vakin jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði hönnunar og gefa þeim kost á að koma sinni hönnun og hugmyndum á framfæri á viðburðinum. Einnig kemst unga fólkið í kynni við fleiri sem hafa einnig áhuga á hönnun.
Dómnefnd á Stíl: Andrea Bergmann Halldórsdóttir, Laufey Sif Ingólfsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir.
Dómnefnd á Danskeppni Samfés: Nancy Coumba Koné, Sandra Sano Erlingsdóttir, Sandra Ómarsdóttir og Áslaug Einarsdóttir.
Úrslit Danskeppni Samfés 2021.
Einstaklingskeppni 10-12 ára
1) Vanessa Dalila María Rúnarsdóttir – Félagsmiðstöðin Klakinn
2) Katla Líf Drífulouisdóttir Kotze – Félagsmiðstöðin 100og1
3) Iðunn Hlynsdóttir – Félagsmiðstöðin 100og1
Einstaklingskeppni 13 – 16 ára
1) Kristín Hallbera – Félagsmiðstöðin Bústaðir
2) Inga Sóley – Félagsmiðstöðin Gleðibankinn
3) Sara Rós – Hinsegin Félagsmiðstöð
Hópakeppni 10-12 ára
1) Sirkus clowns – Félagsmiðstöðin Garðlandur
2) Survivors – Félagsmiðstöðin 100og1
3) Kleinurnar – Félagsmiðstöðin Bústaðir
Hópakeppni 13-16 ára
1) XTRA LARGE
2) Where is my love
3) Matthildur Emma Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Bergmann Magnúsdóttir – Félagsmiðstöðin Fjörheimar
Hópakeppni 16-18 ára
1) Super kids club juniors
Úrslit STÍLL – Hönnunarkeppni unga fólksins.
- sæti. Félagsmiðstöðin Garðalundur (Garðabæ). Stefanía Þóra Ólafsdóttir (módelið), Ragnhildur Elva Kjartansdóttir, Iðunn Björnsdóttir og Arna Sara Guðmundsdóttir
2. sæti. Félagsmiðstöðin Kjarninn (Kópavogi). Nanna Katrín Hrafnsdóttir (módelið), Guðrún Emilía F Guðlaugsdóttir, Lilja María Vilhjálmsdóttir og Naima Emilía Emilsdóttir
3. sæti. Félagsmiðstöðin Ásinn (Hafnarfirði). Kolbrún Sara (módelið), Ísabella Aníta og Elísabet Eva
Besta förðunin – Félagsmiðstöðin Hraunið (Hafnarfjörður). Brynhildur, Nína Björk, Guðrún Eva og Elísabet Eva (módelið).
Besta hönnunarmappan – Félagsmiðstöðin Þrykkjan (Hornafjörður). Róbert Þór Ævarsson (módelið), Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir, Sunna Lind Sævarsdóttir og Helga Kristey Ásgeirsdóttir.
Flottasta hárið – Félagsmiðstöðin Arnardalur (Akranesi). Líf Ramundt Kristinsdóttir (módelið), Arina Pecorina og Kristrún Lilja Ragnarsdóttir.