Arnar Már Guðjónsson, leikmaður karlaliðs ÍA, er á góðri leið með að ná fyrri styrk sínum eftir að hafa verið nánast frá í tvö ár vegna erfiðra meiðsla.
Baráttujaxlinn þaulreyndi hefur verið í byrjunarliði ÍA í fyrstu tveimur leikjum liðins í Pepsi-Max deild karla.
Arnar Már var nálægt því að koma boltanum í netið gegn Víkingum í fyrri hálfleik þegar liðin mættust á laugardagskvöldið við frekar krefjandi aðstæður á ísköldu en sólríku maíkvöldi á Akranesvelli.
Hér má sjá atburðarásina þegar Arnar Már fékk góða sendingu frá Gísla Laxdal.