Þrjú félög á Akranesi fá styrk vegna greiðslu fasteignaskatts vegna ársins 2021.
Tillaga þess efnis var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs Akraness.
Upphæðin er tæplega 1,5 milljón kr. samtals en formlega ferlinu lýkur þegar Bæjarstjórn Akraness hefur gefið endanlegt samþykki.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta,- æskulýðs – og tómstundarstarfsemi og mannúðarstörf.
Að þessu sinni fengu eftirtalin félög styrki:
Akur frímúrarastúka 771.061 kr.
Oddfellow 573.300 kr.
Rauði Krossinn 146.328 kr..