Listfélag Akraness stendur fyrir sumarsýningu á Bókasafni Akraness.
Heiti sýningarinnar er „Gengið að göflunum“ og verður sýningin opnuð með formlegum hætti föstudaginn 16. júní kl. 16:00.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Hátt í 30 listamenn félagsins taka þátt í viðburðinum. Gaflar bókarekka safnsins verða nýttir sem rými fyrir listaverkin. Þaðan er heiti sýningarinnar komið. Stærri verk verða hengd upp í glugga safnsins.
„Gengið að göflunum“ verður opin frá og með föstudeginum 16. júní og stendur allt fram til loka ágústmánaðar.
Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafns Akraness í sumar.