Akraneskaupstaður ætlar að skoða þann möguleika að loka gatnamótum Heiðargerðis við Merkigerði. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags – og umhverfisráðs Akraness.
Gatnamótin eru rétt við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
Fyrirspurn þess efnis barst ráðinu og hefur skipulagsfulltrúa verið falið að skoða þessa breytingu þegar farið verður í heildarendurskoðun Akratorgsreits.