Listamaðurinn Bjarni Þór Bjarnason hefur í mörg verið með vinnustofu sína og gallerý í miðbænum á Akranesi. Bjarni Þór er einn af fjölmörgum íbúum á Akranesi sem hefur sýnt stuðning í verki vegna uppbygginar í kringum Akratorgið.
Í dag mun mynd eftir Bjarna Þór vera til sýnis og í framhaldinu seld hæstbjóðanda. Áhugasamir geta gert tilboð í myndina og senda sitt boð á netfangið [email protected]
Það sem fæst fyrir myndina fara í að greiða kostnað við átakið Fyrsta hjálp – Ráðhús á Akratorg. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Miðbæjarsamtökin og Ásta gallerístjóri verða við Bónus í dag frá 13-15 – sýna myndina og safna undirskriftum til stuðnings átakinu.
Tilgangur samtakanna er að vernda, efla og byggja upp gamla miðbæinn fyrir alla Akurnesinga með öllum tiltækum ráðum.