Það var boðið upp á markaregn í gær í Akraneshöllinni þegar Kári tók á móti KFK í 3.deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Alls voru 10 mörk skoruð og lið Kára landaði öruggum 7-3 sigri.
Hektor Bergmann Garðarsson skoraði þrennu fyrir Kára, Mikael Hrafn Helgason, Sveinn Svavar Hallgrímsson, Oskar Wasilewski og Björn Darri Ásmundsson skoruðu einnig.
KFK var einum manni færri í rúmlega 60 mínútur þar sem að einn leikmaður fékk rautt spjald í fyrri hálfleik.
Með sigrinum komst Kári í annað sætið í deildinni en liðið er með 10 stig eftir 5 umferðir.