Kvennalið ÍA í þriðja sæti eftir góðan sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni

Kvennalið ÍA í knattspyrnu vann góðan sigur gegn Grindavík, 2-1, þegar liðin mættust í Reykjavík s.l. föstudag í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Með sigrinum er ÍA með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar en liðið hefur leikið 9 leiki. 

FHL og Afturelding eru fyrir ofan ÍA á stigatöflunni en FHL er sameiginlegt lið KFA á Austurlandi og Hattar á Egilsstöðum. 

Næsti leikur ÍA er gegn Gróttur á útivelli laugardaginn 13. júlí. 

ÍA hefur skorað 14 mörk í deildinni en eftirtaldir leikmenn hafa skorað það sem af er tímabilinu. 

Erna Björt Elíasdóttir, 4 mörk.
Erla Karitas Jóhannesdóttir, 4 mörk.
Sunna Rún Sigurðardóttir, 2 mörk.
Kolfinna Eir Jónsdóttir, 1 mark. 
Julian Marie Paoletti 1 mark.
Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, 1 mark.