Bikarmeistaramót Sundsambands Íslands fór fram um liðna helgi – þar sem lið frá ÍA keppti í næst efstu deild. 

Breytingar voru gerðar á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppni SSÍ fyrir þetta tímabil. 

Aeðins fjögur lið kepptu í efstu deild en áður voru sex lið eða félög. 

ÍA keppti því í næst efstu deild að þessu sinni – og stóð liðið uppi sem bikarmeistari. Þess ber að geta að forföll voru á þátttöku liða í 2. deild og var ÍA eina liðið í 2. deild að þessu sinni. 

Lokstaðan í 1. deild: 

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 67 verðlaun (28 gull, 21 silfur, 18 brons).
2. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 33 verðlaun (7 gull, 15 silfur, 11 brons).
3. Íþróttabandalag Reykjavíkur (KR, Ármann, Ægir) – 11 verðlaun (3 gull, 2 silfur, 6 brons).
4. Breiðablik – 1 verðlaun (1 brons) 

Lokastaðan í 2. deild: 
Sundfélag Akraness: 2 verðlaun (2 brons).

Keppendur fyrir hönd ÍA:

•     Ágúst Júlíusson
•     Kristján Magnússon
•     Guðbjarni Sigþórsson
•     Eymar Ágúst Eymarsson
•     Ingibjörg Svava Magnúsardóttir
•     Sunna Arnfinnsdóttir
•     Sunna Dís Skarpheðinsdóttir
•     Viktoria Emilia Orlita
•     Karen Anna Orlita
•     Helga Lind Viðarsdóttir

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?