Skagamenn halda sigurgöngu sinni áfram í baráttunni um sæti í efstu deild karla á Íslandsmótsins í knattspyrnu. Í dag landaði ÍA góðum 2-0 sigri gegn ÍBV en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. 

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrsta mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson bætti við öðru marki þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. 

Með sigrinum er ÍA með 31 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni en Vestri, Afturelding og KR eru í sætunum þar fyrir neðan. Tvö neðstu liðin falla úr Bestu deildinni í lok tímabilsins. 

Þetta var fimmti sigur ÍA í röð.

ÍA á eftir að mæta KA á Akureyri mánudaginn 20. október og Aftureldingu í lokaumferðinni sem fram fer laugardaginn 25. október. 

KR og Afturelding skildu jöfn í dag, lokatölur 2-2.